Davíð Þór fær atkvæði Valdimars: „Réttsýnn og skýr og köttar í gegnum allt „bullshit““

Þó að nú styttist óðfluga í kosningar þá er ljóst að margir hafa enn ekki gert upp hug sinn. Ef marka má síðustu Alþingiskosningar þá á um fjórðungur kjósenda enn eftir að ákveða sig. Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup eftir kosningarnar 2021 þá reyndust 22 prósent kjósenda ákvað á kjördag eða inni í kjörklefa hvaða flokk þeir myndu kjósa.

En þetta á ekki við um einn ástsælasta söngvara landsins, Valdimar Guðmundsson. Hann hefur ákveðið sig. „Aldrei þessu vant hef ég verið mjög óviss um hvað ég ætla að kjósa í næstu kosningum. Hingað til hefur x-ið mitt verið merkt við sama staf ár eftir ár en ég hugsa að nú verði breyting þar á. Ástæðan er sú að einn maður og hans málflutningur hefur talað alveg svakalega til mín síðustu daga og það vill svo skemmtilega til að hann býður sig fram í mínu kjördæmi,“ skrifar Valdimar á Facebook og heldur áfram:

„Davíð Þór Jónsson fær mitt atkvæði. Hann er réttsýnn og skýr og köttar í gegnum allt “bullshit”, og nóg er nú af því í aðdraganda kosninga. Vanalega myndi ég ekki skrifa svona stuðningsyfirlýsingar, en mér líkar bara svo ofboðslega vel við það sem hann Davíð stendur fyrir og vil fá svona fólk inn á þing. „Mannréttindi spyrja ekki um vegabréf.”“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí