„Hefði Þórður Snær verði fíkill, þá hefði honum hrósað fyrir að snúa við blaðinu“

Sitt sýnist hverjum um mál Þórðar Snæs Júlíussonar fjölmiðlamanns sem mun nú ekki taka sæti á Alþingi vegna skrifa hans fyrir um 20 árum síðan. Þó sumir fagni því að hann hafi tekið ábyrgð á skrifum sínum með því að taka ekki sæti á Alþingi, hefði hann á annað borð fengið kjör, þá eru líklega enn fleiri sem hrista hausinn yfir því. Meðal þeirra hlýtur að teljast Marinó G. Njálsson, ráðgjafi og samfélagsrýnir, en hann skrifar:

„Þórður Snær „braut“ af sér fyrir um 20 árum og það vissi enginn af því fyrr en í vikunni.  Hann hafði séð eftir „afbroti“ sínu og reyndi að afmá það sem hann taldi smánarblett með því að eyða vefnum, þar sem „afbrotin“ áttu sér stað.  Hann áttaði sig ekki á því, að Wayback Machine hafði tekið afrit af vefnum og því voru „afbrot“ hans enn aðgengileg þeim sem kunnu að leita. Þórður Snær hefur núna tilkynnt að hann muni ekki taka sæti á Alþingi, þó Samfylkingin fengi nægt fylgi í því kjördæmi sem hann er á lista.“

Marinó bendir á að ef þessi ummæli hans Þórðar hefðu fallið í því sem Píratar kalla gjarnan kjötheima, það er að segja í raunveruleikanum, þá hefði þetta aldrei orðið neitt mál. „Ef þessi umræða hefði átt sér stað á barnum eða í búningsklefanum, þá hefði enginn vitað af „afbrotinu“.  Orðin verið grafin og gleymd.  Enginn hefði getað fullyrt að hann hefði sagt eitt eða annað, því þá hefði Þórður Snær bara neitað og sagt hinn misminna. Þess vegna er mikilvægt að umgangast spjallsíður á netinu með varúð.  Netið gleymir nefnilega engu.  Ekki einu sinni því, sem fólk er búið að hafa fyrir að eyða.  Engu skiptir þó fólk hafi snúið við blaðinu og sé búið að yfirgefa gamla veruleikann.  Orð verða nefnilega ekki aftur tekin, hvað þá ef þau eru til í netheimum,“ segir Marinó.

Hann segir enn fremur að Þórður fái ekki einu sinni tækifæri til að sjá að sér. „Hefði Þórður Snær verði fíkill, þá hefði honum hrósað fyrir að snúa við blaðinu.  En vegna þess að hægt er að nota gamla veruleika hans í pólitískum tilgangi á viðkvæmum tíma fyrir kosningar og hægt er að henda orðunum ítrekað upp á netið, þá er hann smánaður fyrir lífið sem hann snéri baki við fyrir meira en 15 árum.Ég sé enga réttlætingu fyrir þeim orðum sem Þórður Snær viðhafði á netinu fyrir um 20 árum.  Ég hef engan skilning á þeim.  Mér býður við þessum orðum.  Ég átta mig ekki á þeim hvötum sem voru að baki þeim.  Mörg þessara orða eru ekki einu sinni í mínum orðaforða sem þó er mikill,“ segir Marinó og bætir við:

„Ég er hins vegar alveg handviss um, að þessi orð lýsa ekki manninum í dag og miðað við skrif hans síðustu 15 ár, þá er engin tenging þarna á milli.  Hvort er mikilvægara að hann hafi verið kjáni, þegar þessi orð voru skrifuð á netinu, eða að hann hefur síðan barist gegn spillingu og fyrir bættu samfélagi.  Hvenær fyrnist „kjánaskapur“?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí