„Manni bregður auðvitað við að vakna og það verið að kalla mann landráðamann“

„Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem atburðarrásin verður svona, þar sem við erum að spurja einhverjar spurningar, leita viðbragða við einhverju út af fyrirhugaðrar umfjöllunar, og það kemur svona yfirlýsing. Þetta gerðist í Wintris-málinu og gerðist líka í Samherja-málinu. Og það náði svo sem aldrei í gegn, eða var ekkert rætt, eftir að þessi yfirlýsing Jóns kom, hversu skrýtið það væri að menn séu að bregðast svona við umfjöllun, og gagnrýna hana, þegar umfjöllunin hafði ekki verið birt.“

Þetta sagði Helgi Seljan blaðamaður við Rauða borðið í gær en þar ræddi hann ásamt Aðalsteini Kjartanssyni um hinar ýmsu uppljóstranir yfir árin og afleiðingar þeirra. Eins og gefur að skilja þá var þó mest rætt um mál málanna í vikunni, uppljóstrun tengda syni fyrrverandi ráðherra, Jóns Gunnarssonar. Líkt og Helgi kom inn á þá reið Jóns sjálfur á vaðið með að fordæma umfjöllun sem enginn hafði enn lesið.

„Ég get alveg skilið að syni Jóns hefði brugðið þegar hann áttaði sig á því að það hafði verið spillað svona með hann. En það breytir því ekkert, að það var ekkert verið að, í samtalinu sem við áttum við hann og spurningunum sem við lögðum fyrir Jón og Bjarna, var ekki verið að gera annað en að spyrja þá út í efnisatriði sem komu þarna fram. Þetta eru nokkrir klukkutímar af upptöku, og auðvitað alls konar í þessum upptökum sem kemur þessu ekkert við. Þannig að við erum fyrst og fremst að taka það sem klárlega á erindi,“ sagði Helgi og bæti við:

„Svo vorum við spurðir á mánudaginn um það hvernig okkur líði með þetta. Kannski erum við komnir með svona mikið sigg á okkur? En manni bregður auðvitað við að vakna og það verið að kalla mann landráðamann.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí