„Líklega kýs ég ekki Miðflokkinn eftir að hafa lesið grein eftir Snorra Másson frambjóðanda um samskipti hans við Kára Stefánsson,“ skrifar Samfylkingarmaðurinn Össur Skarphéðinsson en hann endursegir svo sögu sem Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, sagði af sjálfum sér:
„ Snorri sat einn við borð á kaffihúsi, og hafði sölsað undir sig tvö borð. Annað fyrir bækur sínar og kaffi, hitt fyrir tölvu. Svo fylltist kaffihúsið af gestum, og það vantaði borð. Flestir hefðu sýnt tillitsemi og gefið eftir annað borðið. Hinn tilvonandi Miðflokksmaður sá þó enga ástæðu til þess. Þá bar að jafnaðarmanninn Kára sem bað kurteislega um að fá annað borð Snorra. Því neitaði Snorri og einu gilti Þó kaffihusið væri orðið troðfullt. Kári yggldi sig þá og gaf til kynna að hann myndi ella láta hendur skipta. Þá sá Snorri sitt óvænna og skilaði loks borðinu.“
Össur dregur af þessari sögu ákveðinn lærdóm en sá hljóðar svo:
„Setji maður samasemmerki á milli Snorra og innvolsins í Miðflokknum má kannski draga eftirfarandi ályktanir af þessari sögu: Miðflokkurinn tekur ekki tillit til annarra, hann er frekur en kjarklítill og flýr af hólmi frekar en standa á sínu. – Þurfum við nokkuð svoleiðis flokk?“