Sjálfstæðisflokkurinn sagður orðinn subbulegur

„Mikið eru auglýsingar Sjálfstæðisflokksins gegn Degi B. Eggertssyni lágkúrulegar. Eru Sjálfstæðismenn að biðja um að í næstu kosningum verði ráðist persónulega að frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins? Svei hvað þessi flokkur er orðinn subbulegur.“

Þetta skrifar Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur, á Facebook en hann vísar í auglýsingar gegn fyrrverandi borgarstjóra, Degi. B. Eggertssyni. Hann er hvergi nærri sá eini sem stingur niður penna vegna þessa auglýsinga en nær undantekningalaust fara þessar auglýsingar illa í fólk. Í það minnsta meðal þeirra sem tjá sig.

Blaðamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson er annar sem segir þessar auglýsingar ekki líklegar til árangurs. „Ég hef ekki opnað vef, prent eða samfélagsmiðla í morgun án þess að vera varaður við því að Dagur B gæti orðið ráðherra. Er ekki heldur veikt að hræða fólk með því? Hann er bókstaflega eini frambjóðandinn, þvert á flokka, sem hefur verið sérstaklega útilokaður af formanni sínum sem ráðherraefni. Lyktar af einhverri persónulegri óvild í hans garð frekar en mikilli pólitískri sannfæringu gegn Samfylkingunni,“ skrifar Aðalsteinn um helgina.

Gylfi Magnússon, hagfræðiprófessor og fyrrverandi ráðherra, segir einnig að hann eigi erfitt með að sjá að þessar auglýsingar geri nokkuð nema fæla fólk frá Sjálfstæðisflokknum en hann skrifar:

„Var að heyra í útvarpinu einhverja rætnustu árás á tiltekinn frambjóðanda sem ég hef nokkurn tíma heyrt í fjölmiðli. Auglýsingin endaði með því að einhver muldraði eitthvað um það hver kostaði auglýsinguna svo það var ekki nokkur leið að heyra orðaskil. Greinilegt að viðkomandi vildi njóta nafnleyndar. Get ekki skilið hvaða tilgangi svona skítkast á að þjóna – hlýtur raunar að hafa þveröfug áhrif ef eitthvað er.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí