Snögglegur ótti í Valhöll yfir brandara Dags

„Dagur B. er í banastuði og besti brandarinn í kosningabaráttunni var þegar hann svaraði fúkyrðum einhverra Sjálfstæðismanna með því að benda þeim vinsamlegast á að strika sig bara út á kosningadaginn! Í Valhöll ríkir hins vegar panik þessa dagana enda með allt í skrúfunni.“

Þetta skrifar Samfylkingarmaðurinn og fyrrverandi ráðherra, Össur Skarphéðinsson, á Facebook og vísar til þess hvernig þessi brandari fyrrverandi borgarstjóra virðist hafa valdið talsverðum taugatitringi og nánast móðursýki hjá Sjálfstæðismönnum. Össur segir að þessi brandari hafi valdið snögglegum ótta, panikk, í Valhöll en hann heldur áfram og skrifar:

„ Eftir meitlað húmorískt innlegg Dags kom Andri Steinn Hilmarsson, framkvæmdastjóri þingflokks íhaldsins, fölur og sveittur í miðlana til að ásaka Dag um að afvegaleiða kjósendur. Andri Steinn undirstrikaði með andköfum að kjósendur flokksins mættu alls ekki strika Dag út eftir að krossa við D. Það myndi ógilda atkvæðaseðilinn! – Herra trúr! Ég held ekki að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu asnar. Framkvæmdastjóri þingflokksins virðist þó skv. ofangreindu allt annarrar skoðunar. Ég hef hins vegar vaxandi efasemdir um meðalgreindina í Valhöll. Fólk sem lætur Dag B. Eggertsson slá sig út af laginu með laufléttum brandara er kanski ekki best fallið til að reka kosningabaráttu. Það skýrir kanski hrakfarir Sjálfstæðisflokksins þessa dagana…“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí