„Sómakennd þessara manna er náttúrulega engin“

„Það er fátt sem opinberar tvískinnung og fyrirlitningu Sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðismanna, þess fólks sem talar hvað ákafast fyrir „frelsi,“ en afstaða þeirra til mannréttinda almennt og þá sérstaklega til mannréttindabrota og í þessu tilfelli til þjóðarmorðs, hjá þeim ríkjum sem þeir telja bandamenn sína. Þeim er bara andskotans sama um slíka hluti.“

Þetta skrifar Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, á Facebook og vísar í fréttir þess efnis að Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður og heiðurskonsúll Ísraels á Íslandi, sé orðinn formaður Mannréttindastofnunar. Áður stóð til að Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður sama flokks, Sjálfstæðisflokksins, yrði formaður.

„Brynjar hefur til dæmis alla tíð talað af fyrirlitningu um mannréttindi og Sigurður Kári var ræðismaður þjóðarmorðríkisins Ísrael hér á landi, þar til fyrir mánuði síðan að hann fékk tilboð um stöðu sem formaður stjórnar Mannréttindastofnunar Íslands,“ segir Þór og heldur áfram:

„Bara það eitt að sjálfstæðismönnum skuli detta það í hug að gera mann með slíka fortíð að stjórnarmanni í þeirri stofnun, hvað þá heldur formanni stjórnar, og láta svo verða af því, sýnir glöggt að Sjálfstæðisflokkurinn er á sama rófi hvað mannúð og mannréttindi varðar og ekki bara Ísraelsríki samtímans, heldur á sama rófi og verstu element stjórnmálanna á síðustu öld, fasismans og nasismans.“

Að lokum rifjar Þór upp eitt alræmdasta mál í sögu flokksins. „Saga Sjálfstæðisflokksins sýnir það enda glöggt alveg frá upphafi þegar þeir notuðu á sínum tíma öll ráð til að fá SS-manninn og nasistann Björn Sv. Björnsson framseldan frá Noregi í lok Seinni heimstyrjaldar, þar sem hann var í fanglesi fyrir stríðsglæpi. Sómakennd þessara manna er náttúrulega engin og fyrirlitning þeirra á mannréttindum, og þar með á fólki almennt, enn minnim“ segir Þór.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí