Barn úr brók hjá valkyrjum?

Stjórnmál 4. des 2024
Mynd: Ragnar Visage/Rúv

„Þetta er bara að fæðast. Það er að fæðast fal­legt barn hjá okk­ur.“

Þetta seg­ir Inga Sæland fyrir hönd þeirra þriggja forystukvenna í stjórnmálum sem leiða Samfylkingu, Viðreisn og Flokks fólksins. Í samtali við Moggann segir Inga óljóst hve lengi verði fundað í dag. Staðsetning fundarins hefur ekki verið gefin upp.

Það sem hefur komið fram er að konurnar þrjár hyggjast fækka ráðuneytum ef þær ná saman um ríkisstjórn. Núverandi skipan ráðuneyta er bræðingur Bjarna Benediktssonar sem kostaði íslenska ríkið milljarða aukalega. Bjarni notaði vendingar við ráðuneyti til að lempa flokksfólk og fjölgaði ýmist ráðuneytum eða setti ólík svið undir einn hatt, sumpart á kostnað hins faglega að mati. Efnahags- og velferðarmál verða í fókus framan af hjá Valkyrkjustjórninni eins og mögulegt stjórnarsamstarf hefur verið kallað.

Egill Helgason fjölmiðlamaður er meðal þeirra sem hafa lýst því yfir opinberlega að það fari í taugarnar á honum ef stjórn Kristrúnar, Þorgerðar Katrínar og Ingu verði kölluð Valkyrjustjórnin.

Í gær kom fram við Rauða borðið á Samstöðinni að ríkisstjórn sem þrjár konur mynda er líklegri til að sæta alls konar gagnrýni í samfélaginu, sem karlar þyrftu ekki að þola. Þannig sé ójafnræði kynjanna.

Þá hefur verið mikil umræða um snobb og hefðarvald í tengslum við ætlað réttmæti eða óréttmæti þess að konur úr þessum þremur flokkum myndi saman ríkisstjórn.

Mynd: Rúv

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí