Þórður Snær eigi biðlaun ef vill

Sú einkennilega staða virðist uppi að Þórður Snær Júlíusson blaðamaður og réttkjörinn þingmaður eigi rétt til biðlauna ef hann tekur ekki sæti á Alþingi.

Þórður sagði fyrir kosningarnar að hann myndi hafna þingsætinu þótt hann næði kjöri. Eftir að upp komst um gömul og meiðandi skrif hans.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, að láti þingmaður af þingmennsku óháð aðstæðum, skapist réttur til biðlauna.

Þórður Snær getur þó ákveðið að nýta ekki þann rétt.

Margir nýkjörnir þingmenn sem koma úr öðrum áttum hins opinbera ætla ekki að nýta sér biðlaunarétt en mjög hefur verið mismunandi í sögunnar rás hvort fólk nýtir sér réttindin. Þannig varð nokkur usli snemma á öldinni þegar Kristján Þór Júlíusson kom glóðvolgur úr stöðu bæjarstjóra inn á Alþingi en ákvað að taka biðlaunin.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí