Guðlaugur Þór Þórðarson verður 58 seinna á þessu ári. Guðrún Hafsteinsdóttir verður 55 ára á árinu.
Þórdís Kolbrún verður 38 ára og Áslaug Arna verður 35 ára. Þau fjögur eru oftast nefnd sem næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Innan flokksins er talað um að Guðlaugur Þór sé búinn að missa af formennskunni. Hann sé bara orðinn of gamall. Hann er sagður seint verða talinn til að boða nýja tíma.
Guðrún Hafsteinsdóttir missti í raun sinn möguleika til formennsku þegar hún hélt ekki fyrsta sæti Suðurkjördæmis. Það þykir alls ekki gott. Auk þess er hún það mikið eldri en hinar tvær, Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna.
Það virðist vera hik á Þórdísi. Hún hefur lækkað sig um nokkra tóna þegar hún talar um framboð til formennsku. Löngu áður en Bjarna stakk höndunum í vasana hafði Þórdís ítrekað lýst yfir að hún vildi leiða flokk og þjóð til framtíðar. Minna var það nú ekki. Hvað gerðist? Því flúði hún sitt gamla kjördæmi og því fékk margar útstrikanir í kosningunum? Hvað kom upp á?
„Áslaug er dugleg og hefur unnið vel í undirbúningi fyrir formannsslaginn,“ sagði flokksmaður. Eins og staðan er núna virðist hún líklegust til að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá fyrsta konan til að gegna því embætti og það aðeins rúmlega þrítug.