Gagnrýnir þá sem ræða dauða blaðamennsku

Óhætt er að segja að Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hafi handfjatlað heita kartöflu þegar hann héltfram með ögrandi hætti í þætti á Samstöðinni fyrir skemmstu, að blaðamennska væri dauð.

Nokkru síðar fór fram málþing á vegum grasrótarsamtakanna Málfrelsis. Þar var meðal annars rætt hvort þrýstingur innan samfélaga leyfi á köflum aðeins eina rétta meginstraumsskoðun. Spurt var um framtíð fréttamennsku. Meðal fyrirlesara var Kristinn Hrafnsson, þekktasti blaðamaður Íslands. Hann benti á að Julian Assange hafi verið sakfelldur fyrir það eitt að stunda blaðamennsku.

Flest bendir til að Kristinn hafi rætt dauða blaðamennsku ekki sem bókstaflegan hlut heldur til að ögra og skapa umræðu sem kannski gæti þá komið í veg fyrir dauða blaðamennsku. Hitt er þó augljóst að mikill vandi blasir við hér innanlands. Fréttablaðið hætti að koma út vegna þrots ekki alls fyrir löngu. Tvær sjónvarpsstöðvar féllu úr leik á svipuðum tíma. Fækkun blaðamanna er staðreynd en almannatengslum stórfjölgar. Uppgangur hefur verið í podcasti sem leitast við að fylla upp í götin.

Hinn leiftrandi snjalli blaðamaður Vísis, Jakob Bjarnar Grétar, er þó ekki í liði með podcösturum sem hafa rætt meintan dauða blaðamennskunnar síðustu vikur að hætti Kristins. Jakob Bjarnar segir að podcastarar séu að upphefja sjálfa sig með slíkri orðræðu.

„Hatrið á fjölmiðlum ríður ekki við einteyming. Þar hefur alltaf verið grunnt á því góða, og má vart á milli sjá hvorir eru háværari; þeir sem telja fjölmiðla segja of lítið og hinna sem telja þá segja of mikið. Og það lætur hátt í þeim sem telja fjölmiðla vera að segja fréttir sem eru ekki við þeirra smekk,“ skrifar Jakob Bjarnar í færslu á facebook.

Svala Magnea Ásdísardóttir, formaður Málsfrelsins, svarar fullum hálsi:

„Er eitthvert hatur? Er ekki bara gagnrýnin og heilbrigð umræða? Síðan hvenær varð hún af hinu illa… pínu þreytandi þessi popúlismi,“ segir Svala.

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Heimildarinnar, skýtur einnig inn orði:

„Blaðamennska er ekki dauð, en eftir því sem hún veikist meira verður tilgangur hennar skýrari. Hún hefur annað hlutverk núna en áður, eftir að dreifileiðum fjölgaði og þröskuldar lækkuðu. Tengt því virðist aukast sýnileiki þeirra sem vilja stjórna því sem kemur fram í fjölmiðlum, hvort sem það er PR-fólk hagsmunaaðila eða fólk sem sættir sig ekki við að fréttir falli ekki að þeirra skoðunum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí