Hrina uppsagna ef ekki semst

Ef sveitarfélögin klúðra fundi í dag með kennurum „og ætla að reyna einhverjar brellur til að klúðra samningum“ þá fer skriða af stað. Bæði uppsagnir og borgaraleg óhlýðni.

Þetta segir Ragnar Þór Pétursson kennari og deilir frétt um að fjöldi kennara hafi nú þegar sagt upp störfum.

Ögurstund er uppi í samningamálum að hans mati.

„Hún var svo innilega bjánaleg fréttin á Mbl í gær um að bara einn kennari hefði sagt upp störfum í Reykjavík. Nánast eins og ögrun. Kennarar gengu margir út á föstudaginn og hafa ekki allir komið í skólana síðan, hvorki til að afhenda uppsagnarbréf né annað,“ segir Ragnar Þór Pétursson.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí