Brynjar Níelsson, nýráðinn héraðsdómari, sat í dómnefndinni sem mat Þorgeir Örlygsson hæfastan þegar Þorgeir sótti um stöðu hæstaréttardómara. Nú snýst þetta við. Þorgeir sat í dómnefnd sem mat Brynjar hæfastan. Frá þessu greinir Heimildin.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar og birtir fréttina í morgun. Hún hefur gagnrýnt mjög ráðningu Brynjars í leiðara með vísan til ýmissa álitaefna.
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um stöðu dómara er skipuð af dómsmálaráðherra til fimm ára í senn, þó þannig að ár hvert renni út skipunartími eins aðalmanns og varamanns hans. Skipun ráðherra byggir á tilnefningum frá Hæstarétti, Landsrétti, dómstólasýslunni, Alþingi og Lögmannafélagi Íslands.
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.