Bubbi og Egill deila um sök Rúv

Morgunblaðið slær enn upp á forsíðu í dag neikvæðri frétt um Rúv í svokölluðu byrlunarmáli. Þar er meðal annars ræddur þáttur Þóru Arnórsdóttur er varðar símamál Páls en blásið hefur um Ríkisútvarpið vegna ýmissa mála undanfarið og hörð gagnrýni dunið á stofnuninni úr ólíkum áttum.

Bubbi Morthens tjáir sig á facebook og segir að byrlunarmálið lítil illa út hjá Rúv. Því meiri upplýsingar sem komi fram „og þær virðast æði trúverðugar“ eins og Bubbi orðar þar, því verr líti staðan út fyrir Rúv. „Manni er brugðið,“ segir Bubbi.

Sjónvarpsmaður Rúv, Egill Helgason, grípur þegar til varna og bendir á að búið sé að vísa byrlunarmálinu frá í dómskerfinu. Hafi rannsókn staðið lengi yfir. Nú sé Mogginn að hita aftur málið upp í áróðursskyni.

En Bubbi lætur sig ekki og telur málið allt með miklum ólíkindum.

Geta má þess að Bubbi var í viðtali á Samstöðinni nú í vikunni þar sem Gunnar Smári Egilsson ræddi við hann – sjá hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí