Morgunblaðið slær enn upp á forsíðu í dag neikvæðri frétt um Rúv í svokölluðu byrlunarmáli. Þar er meðal annars ræddur þáttur Þóru Arnórsdóttur er varðar símamál Páls en blásið hefur um Ríkisútvarpið vegna ýmissa mála undanfarið og hörð gagnrýni dunið á stofnuninni úr ólíkum áttum.

Bubbi Morthens tjáir sig á facebook og segir að byrlunarmálið lítil illa út hjá Rúv. Því meiri upplýsingar sem komi fram „og þær virðast æði trúverðugar“ eins og Bubbi orðar þar, því verr líti staðan út fyrir Rúv. „Manni er brugðið,“ segir Bubbi.
Sjónvarpsmaður Rúv, Egill Helgason, grípur þegar til varna og bendir á að búið sé að vísa byrlunarmálinu frá í dómskerfinu. Hafi rannsókn staðið lengi yfir. Nú sé Mogginn að hita aftur málið upp í áróðursskyni.
En Bubbi lætur sig ekki og telur málið allt með miklum ólíkindum.
Geta má þess að Bubbi var í viðtali á Samstöðinni nú í vikunni þar sem Gunnar Smári Egilsson ræddi við hann – sjá hér: