„Ég er kominn í stjórnarandstöðu“

„Hæstvirtur ráðherra þarf ekki að hvetja okkur í Framsókn til að vera framsýn. Það er enginn hörgull þar á. Hins vegar vil ég hvetja hæstvirtan ráðherra til að svara spurningunum og koma sér út úr því að vera í stjórnarandstöðu og halda að ég sé í stjórn. Ég er kominn í stjórnarandstöðu, eins og ég vona að þingheimur hafi upplifað síðasta sólarhringinn.“

Það var Sigurður Ingi Jóhannsson sem þannig talaði á Alþingi í gær. Og hann var ekki hættur:

„Ég spurði einfaldlega tveggja spurninga: Er það mat utanríkisráðherra og nýrrar ríkisstjórnar að bókun 35 sé mikilvægasta málið og þess vegna sé það fyrst á dagskrá? Og í öðru lagi: Er líklegt að öll ríkisstjórnin og allir þingmenn séu jafn samhentir og yfirlýsingar komu fram um í stefnuræðunni í gær? Þessu spyr ég að í ljósi þess að umræða um bókun 35 hefur farið fram hér áður og ýmsir hafa verið með talsvert andstæðar skoðanir við hæstv. utanríkisráðherra núna, og getur vel verið að ég verði meira og minna sammála hæstv. utanríkisráðherra. En ég er að spyrja um ríkisstjórnina.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir svaraði formanni Framsóknar:

„Við erum með ríkisstjórn í landinu sem treystir sér til þess að standa við EES-samninginn. Hún treysti sér til að uppfylla skuldbindingar okkar samkvæmt samningnum. Og af hverju gerum við það? Það er af því að við erum að gæta réttinda fólks og fyrirtækja í landinu. Þess vegna treystum við okkur til þess. Það er munurinn. Og já, þetta mál er núna til afgreiðslu, fór í gegnum ríkisstjórn án athugasemda og hefur verið afgreitt af öllum þingflokkum ríkisstjórnarinnar til afgreiðslu og umræðu. Þannig að já, það er mitt mat að það sé samstaða meðal ríkisstjórnarflokkanna um þetta mál. Þótt fólk í gegnum tíðina hafi getað haft ýmsar skoðanir á samningnum sem slíkum þá er ljóst að þetta mál er mikilvægt hagsmunamál fyrir heimili og fyrirtæki í landinu.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí