Illugi reiður frú Höllu „hafi fátæklega sögulega vitund“

Forseti Íslands var fjarverandi minningarathöfn um helförina í Auschwitz en athöfnin ku hafa stangast á við einkaferð forsetahjónanna í janúar. Þetta fjallar RÚV um eftir samskiptum forsetaembættisins við utanríkisráðuneytið í aðdraganda ferðarinnar. Illugi Jökulsson, rithöfundur er hreint ekki sáttur við forgangsröðun frú Höllu og er nokkuð harðorður í hennar garð á síðu sinni í kvöld og segir slæmt að forseti lýðveldisins „hafi svo fátæklega sögulega vitund að hún taki venjulega fjölskylduferð fram yfir minningarathöfn um einn mikilvægasta lykilatburð 20. aldar,“ en Illugi á þar við frelsun fanganna úr Auschwitz fangelsinu.

Illugi segir viðbrögð forsetans ívið verri en meinta slæma söguvitund hennar og að hún hafi afvegaleitt fréttafólk eða slegið ryki í augu þeirra sem hafi spurt spurninga út í fjarveru hennar á téðum viðburði.

„Engin bros geta breitt yfir að þetta er ekki gott,“ segir Illugi að lokum.

Færslu Illuga má sjá hér fyrir neðan:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí