Forseti Íslands var fjarverandi minningarathöfn um helförina í Auschwitz en athöfnin ku hafa stangast á við einkaferð forsetahjónanna í janúar. Þetta fjallar RÚV um eftir samskiptum forsetaembættisins við utanríkisráðuneytið í aðdraganda ferðarinnar. Illugi Jökulsson, rithöfundur er hreint ekki sáttur við forgangsröðun frú Höllu og er nokkuð harðorður í hennar garð á síðu sinni í kvöld og segir slæmt að forseti lýðveldisins „hafi svo fátæklega sögulega vitund að hún taki venjulega fjölskylduferð fram yfir minningarathöfn um einn mikilvægasta lykilatburð 20. aldar,“ en Illugi á þar við frelsun fanganna úr Auschwitz fangelsinu.
Illugi segir viðbrögð forsetans ívið verri en meinta slæma söguvitund hennar og að hún hafi afvegaleitt fréttafólk eða slegið ryki í augu þeirra sem hafi spurt spurninga út í fjarveru hennar á téðum viðburði.
„Engin bros geta breitt yfir að þetta er ekki gott,“ segir Illugi að lokum.
Færslu Illuga má sjá hér fyrir neðan: