Íslenskar ríkisstofnanir brjóti alþjóðalög með viðskiptum við Rapyd

Segir í skoðanagrein kvikmyndagerðamanns á síðum Morgunblaðsins í dag er fjalla um viðskipti innlendra fyrirtækja við ísraelska fjármálafyrirtækið Rapyd.

Greinina ritar Björn B. Björnsson, kvikmyndagerðarmaður og er hann ómyrkur í máli um siðferðislegan kostnað af viðskiptum íslenskra fyrirtækja, stjórnsýslustofnanna og félagasamtaka vegna viðskipta við ísraelska fyrirtækið Rapyd sem áður hét Valitor. Þá feli viðskipti við fyrirtækið sem starfar á ólöglegum landtökubyggðum ísraela í Palestínu í sér annan og alvarlegri kostnað, meðsekt með stríðsglæpum.

„Vegna beinnar þátttöku Rapyd í stríðinu á Gaza mega lögaðilar á Íslandi ekki eiga viðskipti við fyrirtækið
skv. úrskurði, Alþjóðadómstólsins í Haag,“ fullyrðir Björn sem færir í pistlinum sterk rök fyrir máli sínu.

Hann nefnir að ísraelska fjármálafyrirtækið Rapyd hafi keypt íslenska fyrirtækið Valitor en breytti nafni þess í Rapyd Europe árið 2021. Hérlent útibú sé alfarið í eigu ísraelskra auðkýfinga og að forstjórinn hér á landi sé jafnframt forstjóri fyrirtækisins í Ísrael. Viðskiptin fari því með einum eða öðrum hætti í gegnum ólöglegar landtökubyggðir Ísraela í Palestínu.

Tilmæli bárust frá alþjóðadómstólnum í Haag til aðildarríkja Sameinuðu Þjóðanna skv. beiðni alsherjarþingsins árið 2022 (Ísland þar á meðal): sökum þess að landtaka Ísraela á Palestínsku svæði hefur verið dæmd ólögmæt sé aðildarríkjum skilt að stöðva hernámið með öllum ráðum. Ekki megi styrkja eða veita fyrirtækjum annarskonar stuðning á ólögmætum landtökusvæðum.

„Það er grafalvarlegt ef fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök ganga gegn alþjóðalögum og slík mál geta vel endað fyrir dómsstólum,“ segir Björn jafnframt í grein sinni og telur að Rapyd taki beinan þátt í hernaði og þjóðarmorði með því að viðhalda og styrkja hernám á þessum svæðum. Fyrirtæki sem skipti við rapyd séu því mögulega að baka sér réttarstöðu sakbornings í því sem kallast meðsekt annarsvegar á landráni, hinsvegar þjóðarmorði. Hann beinir orðum sínum að lokum sérstaklega til aðila opinberrar þjónustu sem enn kunna að vera í viðskiptum við Rapyd fyrir hönd þjóðarinnar sem sé að stórum hluta mótfallin því eða um sextíu prósent: „Rökin eru mörg og sterk að skipta við önnnur fyrirtæki. Lagaleg , siðferðisleg og skynsamleg,“ segir Björn að lokum.

Lesa má greinina alla með því að smella á skjáskotið hér fyrir neðan:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí