Segir í skoðanagrein kvikmyndagerðamanns á síðum Morgunblaðsins í dag er fjalla um viðskipti innlendra fyrirtækja við ísraelska fjármálafyrirtækið Rapyd.
Greinina ritar Björn B. Björnsson, kvikmyndagerðarmaður og er hann ómyrkur í máli um siðferðislegan kostnað af viðskiptum íslenskra fyrirtækja, stjórnsýslustofnanna og félagasamtaka vegna viðskipta við ísraelska fyrirtækið Rapyd sem áður hét Valitor. Þá feli viðskipti við fyrirtækið sem starfar á ólöglegum landtökubyggðum ísraela í Palestínu í sér annan og alvarlegri kostnað, meðsekt með stríðsglæpum.
„Vegna beinnar þátttöku Rapyd í stríðinu á Gaza mega lögaðilar á Íslandi ekki eiga viðskipti við fyrirtækið
skv. úrskurði, Alþjóðadómstólsins í Haag,“ fullyrðir Björn sem færir í pistlinum sterk rök fyrir máli sínu.
Hann nefnir að ísraelska fjármálafyrirtækið Rapyd hafi keypt íslenska fyrirtækið Valitor en breytti nafni þess í Rapyd Europe árið 2021. Hérlent útibú sé alfarið í eigu ísraelskra auðkýfinga og að forstjórinn hér á landi sé jafnframt forstjóri fyrirtækisins í Ísrael. Viðskiptin fari því með einum eða öðrum hætti í gegnum ólöglegar landtökubyggðir Ísraela í Palestínu.
Tilmæli bárust frá alþjóðadómstólnum í Haag til aðildarríkja Sameinuðu Þjóðanna skv. beiðni alsherjarþingsins árið 2022 (Ísland þar á meðal): sökum þess að landtaka Ísraela á Palestínsku svæði hefur verið dæmd ólögmæt sé aðildarríkjum skilt að stöðva hernámið með öllum ráðum. Ekki megi styrkja eða veita fyrirtækjum annarskonar stuðning á ólögmætum landtökusvæðum.
„Það er grafalvarlegt ef fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök ganga gegn alþjóðalögum og slík mál geta vel endað fyrir dómsstólum,“ segir Björn jafnframt í grein sinni og telur að Rapyd taki beinan þátt í hernaði og þjóðarmorði með því að viðhalda og styrkja hernám á þessum svæðum. Fyrirtæki sem skipti við rapyd séu því mögulega að baka sér réttarstöðu sakbornings í því sem kallast meðsekt annarsvegar á landráni, hinsvegar þjóðarmorði. Hann beinir orðum sínum að lokum sérstaklega til aðila opinberrar þjónustu sem enn kunna að vera í viðskiptum við Rapyd fyrir hönd þjóðarinnar sem sé að stórum hluta mótfallin því eða um sextíu prósent: „Rökin eru mörg og sterk að skipta við önnnur fyrirtæki. Lagaleg , siðferðisleg og skynsamleg,“ segir Björn að lokum.
Lesa má greinina alla með því að smella á skjáskotið hér fyrir neðan:
