Kennarar segjast í atvinnuleit

Fjöldi kennara hefur í dag lýst því yfir á samfélagsmiðlum að þeir leiti að atvinnu. Um ræðir framtak þar sem samræmdum texta virðist í flestum tilfellum vera dreift. Vitað er um einhverja kennara sem hafa nú þegar skrifað uppsagnarbréf.

Marta Wieczorek, grunnskólakennari og varaþingmaður Flokks fólksins, er í hópi þeirra sem hafa deilt atvinnuleit sinni á facebook síðu.

Í textanum segir Marta meðal annars:

• Hef góða færni í að leiða hópa og verkefni, hvetja samstarfsfólk og skapa jákvætt vinnuumhverfi.

• Leysi vandamál á skilvirknan hátt.

• Á auðvelt með árangursrík samskipti við ólíka hópa og einstaklinga.

• Á auðvelt með að tileinka mér nýjar aðstæður, tækni eða verklag.

• Reynsla í að stjórna mörgum verkefnum samtímis og tryggja skil á réttum tíma.

• Hæfni til að nýta fjölbreyttar aðferðir við lausn verkefna og laga sig að mismunandi aðstæðum.

• Geta til að meta stöðu, greina gögn og taka upplýstar ákvarðanir.

• Hæfni til að setja skýr markmið og vinna skipulega að því að ná þeim.

• Færni til að vinna með öðrum, deila hugmyndum og byggja upp jákvæða liðsheild. Mikil þolinmæði og samkennd.

• Mikill drifkraftur til að ná árangri. Sýni frumkvæði, sjálfstæði og jákvæðni í starfi.

Þessa eiginleika telja kennarar að starfsstétt þeirra þurfi að uppfylla á degi hverjum.

Kennari sem Samstöðin ræddi við segir það hafa verið „ólýsanleg vonbrigði“ að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi ekki samþykkt innanhússtillögu sáttasemjara.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí