Kryddpíur hefja formlegar viðræður

Fimm borgarstjórnarflokkar í Reykjavík eru að hefja formlegar viðræður um samstarf á félagslegum grunni. Bandalagið hefur kallað sig Kryddpíurnar í glensi en telja verður líklegt að vinstri áherslur borgarfulltrúanna verði ívið meiri en hljómsveitarpíanna vinsælu forðum!

„Markmið okkar er að setja velferð og lífskjör allra Reykvíkinga í forgrunn,“ segir í yfirlýsingu.

„Við ætlum að vanda vel til verka og munum upplýsa um gang mála eftir því sem vinnan þróast.“

Að formlegum viðræðum standa Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokki Íslands, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Heiða Björg Hilmisdóttir, Samfylkingu og Helga Þórðardóttir, Flokki fólksins. Ekki liggur fyrir samkvæmt upplýsingum Samstöðvarinnar hver verður borgarstjóri í stað Einars Þorsteinssonar, sem lýst hefur verið sem svo að hann hafi framið valdarán á sjálfum sér!

Gæti verið mynd af 5 manns

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí