María Rut stendur með kennurum

„Ég hef á síðustu vikum skrifað greinar um innviðaskuld samfélagsins sem er hreint út sagt óboðleg fyrir verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands. En innviðir eru ekki bara vegir og rafmagnslínur. Þeir eru ekki síst mannauðurinn sem heldur samfélaginu okkar gangandi. Þess vegna vil ég í minni fyrstu ræðu sem kjörinn þingmaður nýta röddina mína til að beina sjónum þingheims að kennurum og þeirra framlagi til samfélagsins okkar,“ sagði María Rut Kristinsdóttir, nýr þingmaður Viðreisnar.

„Þeir undirbyggja með störfum sínum grunnstoðir okkar. Þeir móta framtíðarkynslóðir, efla skapandi og gagnrýna hugsun, og ekki veitir af því, og þeir eru að leggja grunninn að því þekkingarsamfélagi sem við höfum öll metnað til að byggja upp. Þrátt fyrir það eru menntamálin yfirleitt algjör afgangsstærð í pólitískri umræðu. Ég hélt kannski að það myndi breytast í kosningabaráttunni í fyrra þegar sjálf baráttan var háð í miðju kennaraverkfalli. Þrátt fyrir þær aðstæður þá fjölluðu þeir kjördæmaþættir sem ég fór í alfarið um vegi, rafmagn og fiskeldi, ekki um stöðu kennara og ekki um stöðu barna. Ég saknaði þess verulega að við ræddum meira um málefni barna, menntamál, stöðu kennara, andlega líðan og aðgengi að þjónustu.

Ég reyndi yfirleitt að setja það á dagskrá hvert sem ég fór eftir fremsta megni. Við eigum að tryggja kennurum betri starfsaðstæður, bætt kjör og meiri virðingu fyrir þeirra starfi. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í mannauði og fjárfesting í kennurum er síðan fjárfesting í framtíðinni. Við verðum að horfast í augu við alvarleika stöðunnar. Við megum ekki gleyma því hvers virði öflugir kennarar eru. Þeir eru einir mestu áhrifavaldar í tilveru barnanna okkar. Tökum þeim ekki sem sjálfsögðum hlut.å‘

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí