Mikilvægt er að Reykjavíkurborg nýti rödd sína til að fordæma brot á vinnumarkaði

Fyrsta málið á dagskrá borgarstjórnar í dag var umræða um atvinnulífið í borginni, staða, áherslur og tækifæri (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar). Það sem Sósíalistum finnst mikilvægt að koma á framfæri:

Réttindabrot gegn vinnandi fólki eiga sér stað hér á landi þar sem harkhagkerfið (e. gig economy), gul verkalýðsfélög og slæm framkoma í garð verkafólks í gegnum starfsmannaleigur á sér stað. Í nýlegum fréttaskýringaþætti Kveiks um vinnumannsal og misbeitingu á íslenskum vinnumarkaði er fjallað um fjölda starfsmanna frá starfsmannaleigum og hvernig réttindi þeirra eru tryggð. Í svari Reykjavíkurborgar kom fram að ekki væri sérstakt eftirlit með réttindum þess hóps sem kemur í gegnum starfsmannaleigur og að borgin væri því ekki með upplýsingar um fjölda starfandi hjá fyrirtækjum í verkefnum Reykjavíkurborgar sem kæmu í gegnum starfsmannaleigur. Sósíalistar telja þetta ganga gegn markmiðum borgarinnar um keðjuábyrgð. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg nýti rödd sína til að fordæma brot á vinnumarkaði og sé meðvituð um þátttöku sína sem atvinnurekandi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí