Sanna Magdalena verði borgarstjóri

Þótt það séu bara fimmtán mánuðir til borgarstjórnarkosninga mætti nýta þann tíma til að koma í gegn afgerandi aðgerðum í uppbyggingu félagslegs húsnæðis (það er einkum efnaminna fólk sem flýr ógn háan húsnæðiskostnað í borginni og óbeislaður leigumarkaður grefur undan lífskjörum hinna fátækustu) og stöðva ráðagerðir hægri flokkanna um niðurskurð opinberrar þjónustu, útvistun og einkavæðingu almannaþjónustunnar.

Samfylkingin, Píratar, Sósíalistar, Vg og Flokkur fólksins ættu að gera myndað slíkan meirihluta um takmörkuð skýr markmið sem komin verði fram á næstu fimmtán mánuðum. Hægt er að horfa á þetta sem þrjá hópa: Samfylkingin hefur leitt meirihluta í borginni meira og minna síðan 2010. Píratar hafa verið meðreiðarsveinar Samfylkingarinnar. Sósíalistar, Vg og Flokkur fólksins koma nú að meirihluta og gera kröfur um breytingar á stefnunni.

Til að sýna út á við að þetta sé nýr meirihluti með lagaða stefnu þarf nýja og ferska forystusveit. Og þá er augljós kostur að fá vinsælasta borgarfulltrúann, þann sem fjórðungur borgarbúa, 24,7%, sagði fyrir skömmu að hefði staðið sig best allra borgarfulltrúa, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til að vera borgarstjóri. (Af borgarfulltrúum þessara flokka, SPJVF koma Dóra Björt Pírati næst með 4,8%, síðan Alexandra Briem Pírati með 4,3%, Heiða Björk Samfylkingarkona með 1,6%, Líf Magneudóttir Vg með 1,0% og aðrir minna).

Gunnar Smári skrifaði greinina.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí