Segir sumt í matarþáttum Rúv sögufölsun

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir í færslu á facebook að sitthvað hafi verið forvitnilegt í fyrsta þætti sjónvarpsraðar á Rúv um matarsögu Íslendinga, sem sýndur var á sunnudagskvöld. Sumt var honum þó ekki að skapi.

Árni hælir því sem Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur hafi lagt til málanna.

„Annað var upp og ofan og gætti nokkurs hugarflugs.“

Þjóðháttafræðingurinn segir að sumum áhorfendum hefði getað skilist af efninu að þúsund manna veislur hefðu verið algengar hér á árum áður. En í reynd hefðu veislustofur ekki rúmað nema í mesta lagi nokkur hundruð.

Þá segir Árni einnig:

„Klifað var á þeirri sögufölsun 19. aldar að landnámsmenn hefðu verið norrænir víkingar, en flestir aðrir þrælar eða Írar. Einu sinni enn skal ítrekað að landnemar voru að langstærstum hluta bændur, ýmist af norsku bergi brotnir eða keltar frá skosku eyjunum. Fremur fáir voru beint frá Írlandi og þrælahaldið þótti ekki borga sig til lengdar svo flestir urðu brátt leysingjar.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí