Segir Trump orðinn hættulegri en Pútín

Gylfi Magnússon hagfræðingur og fyrrum fjármáðaráðherra segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé orðinn hættulegri veröldinni en Vladimir Pútín, einvaldur Rússa.

Þetta kemur fram í færslu Gylfa á facebook.

Gylfi segir að Rússland hafi enga burði til að verða heimsveldi. Hernaðarmáttur Pútins byggi annars vegar á leifum af vopnabúri Sovétríkjanna og hins vegar á nær „ótakmarkaðri grimmd“, bæði gagnvart nágrönnum og eigin fólki, sem virðist hægt að fórna að vild til að ná markmiðum leiðtogans.

„Þetta dugar þó ekki betur en svo að nú er Pútin farinn að reiða sig á hernaðaraðstoð frá Norður-Kóreu. Stjórnkerfið er fúið og spillt. Efnahagslega er Rússland afar veikt, þrátt fyrir umtalsverðar náttúruauðlindir og hefur engan veginn efni á núverandi stríðsrekstri. Hlutur þeirra í heimshagkerfinu er innan við 2%, svipað og t.d. Kanada. ESB er tífalt stærra á þann mælikvarða.“

Gylfi heldur áfram:

„Þrátt fyrir þessar feysknu stoðir getur Pútin valdið miklum skaða og haldið nágrannaríkjum Rússlands í heljargreipum. Vesturlönd þurfa skýra stefnu og samstöðu til að bregðast við þessari stöðu. Nú virðist Vestur-Evrópa standa ein í því þar eð Bandaríkaforseti er orðinn algjörlega óútreiknanlegur og óáreiðanlegur. Raunar hættulegri en Pútin.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí