Sturlun ríði yfir Bandaríkin

Jóhannes Þór Skúlason, talsmaður íslenskrar ferðaþjónustu, bendir á það sem hann kallar „eitt skýrt sýnishorn af sturluninni sem er í gangi í Bandaríkjunum í dag“.

Hann vísar til upplýsinga um að starfsfólki NASA hafi verið skipað að fjarlægja allar greinar og texta sem vísar til fjölbreytni, jafnréttis og inngildingar af vefsvæðum stofnunarinnar.

Meðal þess sem er horfið er grein sem skrifuð var nýlega til að minnast þess að 45 ár eru liðin frá því að fyrstu konurnar og fólk úr minnihlutahópum voru valin sem geimfarar árið 1978.

Þetta gengur svo langt að grein hefyr á Internetinu verið látin hverfa vegna tilskipunar Trump um að meðal geimfara í fyrrnefndum hópi hafi verið Sally Ride, fyrsta bandaríska konan í geimnum, sem hefur í áratugi verið ein þekktasta og mikilvægasta fyrirmynd bandarískra stúlkna.

„Sams konar skemmdarverk eru í gangi í öðrum alríkisstofnunum samkvæmt skipunum að ofan. Það er verið að eyða heimildum og endurskrifa söguna um þátttöku kvenna í samfélaginu,“ segir Jóhannes Þór en þessi ósköp koma ofan á ummæli Bandaríkjaforseta um að Ísraelsmenn skuli eignast Gaza og Palestínumenn geti hrökklast burt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí