Eru betri vegir jafnréttismál? En stríðið í Úkraínu?
„Lagt var mat á áhrif ráðstafana í frumvarpinu á jafnrétti kynjanna í samræmi við aðferðir kynjaðrar fjárlagagerðar. Tillögur til aukinna útgjalda eru í flestum tilfellum taldar hafa takmörkuð bein áhrif á jafnrétti. Þó eru nokkrar tillögur sem taldar eru til þess fallnar að stuðla að jafnrétti og bættri stöðu jaðarsettra hópa,“ segir í frumvarpi til fjáraukalaga, sem er á dagskrá Alþingis í dag.
„Þannig eru aukin útgjöld til viðhalds þjóðvega ekki talin hafa mikil bein áhrif á jafnrétti til lengri tíma en á framkvæmdatíma skapast störf sem eru fyrst og fremst unnin af körlum. Þá kann betra ástand vega að hafa ýmis óbein áhrif á jafnrétti sem vert væri að greina nánar. Svipaða sögu má segja um aukin framlög til sameiginlegs stuðnings við Úkraínu. Vopnuð átök eins og þau í Úkraínu hafa ólík áhrif á kynin og mikilvægt að stuðningurinn taki mið af því.“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward