Ólafur Stephensen skrifaði stutta grein um Donald Trump og aðgerir hans. Skoðum:

„Donald Trump hefur svikið Úkraínu; reyndi að niðurlægja Zelenskíj forseta og hefur nú látið stöðva allar vopnasendingar til landsins. Hann púkkar undir einræðisherrann Pútín en er kominn upp á kant við alla helztu bandamenn Bandaríkjanna meðal vestrænna ríkja. Í gær gerði hann alvöru úr hótunum sínum um að skella háum tollum á innflutning frá Kína, Kanada og Mexíkó. Sú gjörð mun valda verðhækkunum í Bandaríkjunum og skaða hagkerfi allra ríkjanna sem um ræðir, líka Bandaríkjanna sjálfra.
The Economist segir: „If he persists, the tariffs on Canada and Mexico will stand as the most extreme and most dangerous act of protectionism by an American president in nearly a century. They threaten to blow apart a three-way trading relationship between America, Canada and Mexico that has been one of the world’s most successful examples of economic integration, particularly in the car industry.“ Í sömu grein kemur fram að greinendur spái því að meðal-bílverðið í Bandaríkjunum hækki um 350.000 ÍSK.
Ég bíð enn eftir því að íslenzku trumpistarnir, þessir sem fyrir fáeinum vikum brostu undan MAGA-húfunum sínum, útskýri fyrir mér að þetta sé partur af einhverju frábæru plani, sem ég sé bara ekki búinn að skilja ennþá.“