„Auðvitað er það þannig að það er komin upp mjög alvarleg staða í orkumálum á Íslandi og þessi staða er bein afleiðing af hægagangi í orkuöflun og uppbyggingu flutningskerfis raforku á undanförnum árum. Ekki bætir úr skák að það vantar sárlega varnagla í íslenska löggjöf um almenna notendur og aðgang þeirra og forgang að raforku,“ sagði orkumálaráðherrann, Jóhann Páll Jóhannsson, á Alþingi í dag.
„Í stjórnartíð síðustu ríkisstjórnar hófust ekki framkvæmdir við eina einustu nýja vatnsafls- eða jarðvarmavirkjun yfir 10 MW og ekkert gilt virkjunarleyfi vegna slíkra nýrra virkjana var gefið út. Ef við tökum svo vindinn með í reikninginn þá er sömu kyrrstöðusöguna að segja allt þar til síðla árs 2024. Ég veit auðvitað að hv. þingmanni hefur sviðið þetta framtaksleysi í orkumálum og ég skil hann bara ofboðslega vel. Það er ofboðslega bagalegt hvernig þetta hefur verið á undanförnum árum. Það var vissulega farið í stækkanir á virkjunum sem fyrir eru, þökk sé hugvitssemi framkvæmdaraðila en líka vegna þess að við bárum gæfu til að sameinast um mjög mikilvægt frumvarp forvera míns, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar,“ sagði Jóhann Páll,