Afskipti Ástu Lóu ekki verjandi

Þingmenn minnihlutans á Alþingi gerðu ítrekað atlögu að formönnum Samfylkingar og Viðreisnar, forsætisráðherra og utanríkisráðherra, vegna máls Ástu Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barnamálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Fram kom í svörum Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra að útúrsnúningar þingmanna minnihlutans sem fælust í fyrirspurnunum og umræðum um þá væru þeim ekki til framdráttar í þessu viðkvæma máli eins og hún orðaði það.

Bergþór Ólafsson þingmaður Miðflokksins spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra hvort settur hefði verið þrýstingur á Ástu Lóu að segja af sér. Hún neitaði því.

Fram kom hjá forsætisráðherra, Kristrúnu Frostadóttur, að margt hefði gert það að verkum að ekki hefði verið er eðlilegt að Ásta Lóa starfaði áfram sem ráðherra.  Nefndi hún sérstaklega afskipti Ástu Lóu þegar hún reyndi síendurtekið að hafa samband við konuna sem sendi erindið inn í forsætisráðuneytið og falaðist eftir fundi.

Afsögn Ástu Lóu hefur ekkert um samstöðu eða ekki samstöðu innan stjórnar að gera heldur snýst það um einkamál að sögn Kristrúnar Frostadóttur.

”Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli,” sagði Kristrún og sagði að ef þingmenn vildu vita eitthvað um Ástu Lóu ættu þeir ekki að taka af henni valdið heldur ræða málin beint við hana.

Samstöðin mun fjalla nokkuð ítarlega um þetta mál við Rauða borðið sem hefst klukkan 20 í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí