Fjölmiðlastyrkirnir verða að vera til lengri tíma ein eins árs
Opinberu fjölmiðlastyrkirnir verða að vera til lengra tíma en eins árs í senn. Ef þeir eru t.d. ákveðnir til þriggja ára í senn færast þeir þeir í raun fjær sitjandi stjórnvöldum á hverjum tíma.
Bergþór Ólason Miðflokki, skrifar um fjölmiðlastyrki í Moggann í dag. Hér er sýnishorn:
„Það gat auðvitað aldrei orðið varanleg lausn að setja alla fjölmiðla landsins á styrk frá hinu opinbera – styrk sem nú blasir við að er undirorpinn því að fjölmiðill flytji ekki óþægilegar fréttir um ríkisstjórnina.“
Þarna er gróf vanþekking hjá þingmanninum. Því fer órafjarri að allir fjölmiðlar landsins séu á ríkisstyrkjum. Minnstu fjölmiðlarnir eru það ekki og eiga kannski ekki að fá ríkisstyrk. Eða hvað?
Getur verið að eins manns eða tveggja manna ritstjórnir eigi á að eiga hlutfallslega sömu möguleika og fjölmennari ritstjórn?
Umfram allt verður fyrirkomulagið að vera til minnst tveggja ára í senn.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward