Mælir með skikkjum og hárkollum í þingsal
Þingmaður Viðreisnar, Jón Gnarr, gerði að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun að honum hefði orðið það á að koma í þingsal í gallabuxum á dögunum og fékk hann bágt fyrir.
Jón Gnarr sagði að síðan hefði hann þó séð aðra þingmenn á Alþingi í gallabuxum „…og það hefur valdið mér áhyggjum,“ sagði hann.
Þetta hafi ruglað einbeitingu og enn verra sé að hann hafi líka séð fólk í kaki-buxum á Alþingi.
„Mér finnst við þurfa að setja það skýrt niður hverju við getum klæðst og hverju ekki og hvort við ættum að taka upp einhverja búninga,“ sagði Jón Gnarr. „Mér dettur í hug skikkjur sem ég held að gætu verið glæsilegar og jafnvel hárkollur.“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward