Fransk-alsírski rithöfundurinn Boualem Sansal var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir orð sín um landamæri Alsír, en hann var handtekinn fyrir þau ,,óvarlegu“ og ,,ógnandi“ orð á flugvellinum í Algeirsborg í nóvember síðastliðinn. Sansal hefur verið ötull gagnrýnandi alræðis og öfga-íslamisma og talar tæpitungulaust um þá innri ógn sem borgurum steðjar að frá eigin stjórnvöldum, ekki síður en þeirri ógn sem steðjar að þeim utan frá. Sansal hefur gefið út fjöldann allan af bókum og er mjög virtur höfundur sem hefur hlotið margar viðurkenningar og verðlaun og þótt mál hans hafi orðið að einskonar milliríkjadeilu milli Frakklands og Alsírs sem lengi hafa eldað grátt silfur í nýlendunúningi sínum þá er spurning hvaða vörn einn rithöfundur getur veitt sér gagnvart alræðislegu lögregluvaldi sem réttlætir sig með aðgerðum í þágu öryggis. Íslendingar fengu að kynnast rödd þessa einstaka rithöfundar þegar hann kom á Bókmenntahátíð í Reykjavík fyrir tveimur árum síðan og ræddi ekki bara um bókmenntaferil sinn heldur samhliða um öryggisleysi þeirra sem reyna að gagnrýna samtíma sinn. Okkar eigin öryggisógnir eru miklar þegar málfrelsið er í hættu og spurning hvort við erum með einhverjar aðgerðaráætlanir um öryggi okkar þegar kemur að málfrelsi og tjáningu nú þegar aukin áhersla er á hert eftirlit vegna hertrar öryggisgæslu.
Okkar eigin öryggisógnir: Rithöfundur dæmdur

Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.