,,Róttækni og svokölluð brjálsemi er heilbrigð skynsemi“

Ný mótmælaalda er komin á fulla ferð í USA eftir valdatöku Donald Trumps. Reiðin beinist ekki bara gegn nýgamla forsetanum heldur líka andstæðingum hans meðal demókrata. Fyrir lýðræði, fyrir fólkið í landinu, gegn auðvaldinu.

Unga vinstri stjarnan Alexandria Ocasio-Cortez var í Denver höfuðborg Colorados ásamt hinum 83ja ára aldrei brattari Bernie Sanders, sem sérlegur heiðursgestur hans í baráttunni fyrir betri Bandaríkjum, baráttunni gegn Trump stjórninni og auðjöfrunum vinum hans. Þau kalla þetta stríðið gegn oligörkunum og hvetja alla til þátttöku í mótmælunum. „Það er hægt að mótmæla án þess að ráðast á Kapitolium“.

Og baráttan er vissuleg komin á fullt skrið „Á öllum mínum fundum höfum við aldrei verið fleiri,“ segir Bernie, en baráttan beinist ekki bara gegn Trump og oligörkunum, heldur líka gegn hinum valkostinum, – demókrötunum sjálfum. Sá flokkur fær falleinkunn í skoðanakönnunum þessa dagana, minna en 30% í hjá NBC og CNN. Flokkurinn er klofinn í herðar niður í innri mótsögnum.

Alexandria Ocasio-Cortez ásakar auðjöfrana um að hafa múlbundið Bandaríkin. „Það sem þetta fólk kallar róttækni og brjálsemi, er heilbrigð skynsemi í mínum huga“ segir hún um Trumpistana og bætir við „það á ekki bara við um repúblikana – við þurfum flokk demókrata sem berst fyrir okkur “ -og það voru meira en þrjátíuþúsund manns mætt til á baráttufundinn með Bernie Sanders og Alexandriu Ocasio-Cortez í Denver Colorado í vikunni sem leið.

Samantekt Jóns Thoroddsen á FB á frétt DN, birt með góðfúslegu leyfi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí