Rúv bólgnar út – einkamiðlar eyðast upp

Stjórnvöld hér á landi fá falleinkunn hjá Viðskiptaráði fyrir að hafa ekki gripið til róttækra ráðstafana til að bæta hag einkarekinna fjölmiðla, sem eru í raun í frjálsi falli. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um fjölmiðla, sem Samstöðin sagði frá í gær. Gæti að óbreyttu farið svo að Ríkisútvarpið eitt muni segja fréttir í framtíðinni og standa fyrir dagskrárgerð. Þegar Fréttablaðið fór á hausinn báru stjórnendur því við að mestu hefði varðað um yfirburðastöðu Rúv á auglýsingamarkaði að svo fór sem fór. Síðan hafa nokkrir fleiri fjölmiðlar lagt upp laupana eða sameinast.

„Frá hagræðingaraðgerðum hjá RÚV árið 2013 hefur starfandi hjá stofnuninni fjölgað um 13% samanborið við 62% fækkun á einkareknum miðlum. Þannig hefur umfang einkarekinna fjölmiðla dregist saman, hvort sem litið er til fjölda starfandi eða í samanburði við RÚV,“ segir í skýrslunni.

Um 800 störf hafa tapast hjá einkareknum miðlum á stuttum tíma en ríkisbáknið þenst út.

Staða Rúv á auglýsingamarkaði er einstæð svo horft sé til nágrannalanda samkvæmt skýrslu Viðskiptaráðs. Opinber stuðningur við frjálsa fjölmiðlun er ekki upp í nös á ketti miðað við að Rúv fær á tíunda milljarð króna að spila úr á yfirstandandi rekstrarári, mest vegna nefskatts.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí