
Atli Þór Fanndal skrifaði:
Núverandi forusta Samfylkingarinnar ákvað fyrir löngu að þau ætluðu að fara nær útlendingaandúðinni til að ná þeim kjósendum. Pólitík er auðvitað í grunninn það að geta myndað ‘coalition’ utan um málefni. Það er því kannski ekkert skrýtið að ætla sér að fjölga vinum og fækka óvinum með því að ná að eiga samtal við fólk sem er hrætt. Það sem hins vegar vantar alltaf í þessa gasalega sniðugu strategíu Samfylkingarinnar er að hugsa fleiri en einn leik… til hvers að fá einhvern í lið með sér ef það fólk ætlar ekkert að gera uppbyggilegt á móti – hvaða gagn er af því að hafa vonleysið í liði með sér ef ekki á að sannfæra þau um að taka þátt í einhverri von? Þessi ríkisstjórn er margfallt betri en annað sem var í boði í síðustu kosningum. Þau verða samt að hafa í huga að vera betri en það sem er í boði næst ef eitthvað á að koma út úr mælingum í skoðanakönnunum. Það verður enginn vöxtur hér með því að hamast á útlendingum. Það er bara ekkert flóknara en svo.