Hugmyndir ráðherra skemmi námsanda í Verzló

Menntamál 22. apr 2025

Skiptar skoðanir eru um frumvarp Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra um framhaldsskóla. Ekki síst jöfnun tækifæra í nemendahópum og að framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreytni.

Nemendfélags eins helsta elítuskóla landsins, Verzló, gagnrýnir frumvarpsdrögin harðlega og telur að það kunni að brjóta gegn stjórnarskrá.

„Í stað þess sem menntakerfið snúist um að ná sem mestum námsárangri, eru önnur markmið, svo sem fjölbreytni nemendahóps sett í forgrunn. Þetta getur dregið úr sérstöðu og sérhæfingu hvers framhaldsskóla fyrir sig og aukið einsleitni skólanna. Það getur hæglega bitnað á námsanda og námsárangri. Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna. Hvers konar skilaboð eru það til ungs fólks að hæfni og dugnaður séu ekki þeir lykiláhrifaþættir sem ákvarði framtíðarmöguleika þeirra, heldur líffræðileg og félagsleg einkenni?” Spyrja verzlónemar í umsögn um frumvarpið.

Guðmundur Ingi, Flokki fólksins, vill með frumvarpinu koma á móts við raddir þeirra sem telja að horfa þurfi til fleiri þátta en einkunna þegar kemur að því að innrita nemendur í framhaldsskóla.

Sumir hafa fagnað þeirri hugsun en nemendur í Verzló eru ósáttir við þann hluta frumvarpsins þar sem segir mikilvægt að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu.  Að allir framhaldsskólar eigi að axla ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.

DV sagði fyrst frá óánægju nemendafélags Verzló sem sent hefur inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí