Logi telur Rúv stunda óþarfa

Logi Einarsson menningarmálaráðherra gefur í skyn að í haust þegar hann leggur fram frumvarp um Ríkisútvarpið megi starfsmenn vænta breytinga á umsvifum stofnunarinnar. Hluti starfsemi Rúv sé óþarfur.

Þetta kom fram í samræðu Spursmála við Loga í dag. Með þessu tekur ráðherrann undir harða gagnrýni á þann hluta dagskrárgerðar Rúv sem er í beinni samkeppni við einkamiðla án þess að rök séu fyrir slíku.

Stefán Einar Stefánsson þáttastjórnandi gerði yfirburðastöðu Rúv að umræðuefni, og ræddi sex milljarða í fastar áskriftartekjur plús 3 milljarða í auglýsingar á sama tíma og einkareknir fjölmiðlar berjist í bökkum.

Morgunblaðið með útgerðarauðinn að baki sér þarf þó væntanlega engu að kvíða, enda Mogginn málgagn stórútgerðarinnar, eins auðugasta og nýríkasta hóps landsins, þökk sé mjög umdeildu kvótakerfi og framsali aflaheimilda sem að mestu hefur færst á örfáar hendur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí