Spekileki og sjálfumgleði vaxandi vandi Rúv

Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur fjallar um prinsipp og mikilvægi ábyrgðar í blaðamennsku, sjúrnalisma, í pistli á facebook.

Fréttamál Ástu Lóu og vinnubrögð Rúv og fleiri miðla eru uppspretta skrifa rithöfundarins sem bendir á að sjúrnalismi kalli á fagmennsku.

„Í fyrsta tíma í sjúrnalistaskóla vestur í Ameríku á annarri öld lærði ég þessi prinsipp í faginu og þau úreldast ekki og nýtast auðvitað í lífinu. Þau eru: sannleikur og nákvæmni og ég endurtek: sannleikur og nákvæmni. Það er grunntónn sjúrnalismans. Svo er það sjálfsstæði frá hagsmuna- og valdaöflum. Þá er það mildi og mannúð í orðræðu um alla þá einstaklinga sem umfjöllunin gæti valdið skaða eða sársauka,“ skrifar höfundur Fíasólar.

„Og svo er það ábyrgð. Fagmennska og ábyrg fréttamennska er það að bera ábyrgð á verkum sínum, alla leið, ekki verja (það er annað) heldur bara bera ábyrgð. Og þegar sjúrnalistinn gerir mistök verður hann að leiðrétta þau svo eftir sé tekið og af nákvæmni og einlægni en ekki í hroka og skeytingaleysi.“

Kristín Helga bætir við: „Þetta lærði ég í fyrsta tíma hjá prófessor Holstein sem starfaði í rannsóknarteymi Woodward og Bernstein við Watergatemálið á sínum tíma. Síðan eru liðnir áratugir og fagið hefur gengið í gengum stærri byltingar en margar starfsgreinar. En þessi prinsipp úreldast ekki. Þvert á móti hafa þau fengið enn meira vægi í stjórnlausri upplýsingaóreiðu, falsfréttaflóði og skipulagðri klækjastarfssemi skrímsladeilda og lobbýista hagsmunaafla og ólígarka dagsins í dag.“

Á sama tíma má að mati rithöfundarins skynja spekileka í blaðamennskunni. „Prinsippin týnast, og einhverskonar yfirlæti og sjálfumgleði hreiðrar um sig í faginu,“ segir hún.

„Kannski velti ég þessu fyrir mér nú út af nýlegu dæmi; opinberri aftöku í fjölmiðlum á dögunum þar sem ruðst var inn í einkalíf konu í opinberu starfi og hún smáð og sökuð um glæp og svo útskúfuð án þess að einn einasti glæpur hafi verið framinn. Enginn axlar ábyrgð á þeirri aðför.

Sannleikur, nákvæmni, sjálfstæði, mildi og ábyrgð eru týnd leiðarljós í þoku. Mögulega er þörf á almennri endurmenntun í sjúrnalisma,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir.

Samstöðin fjallaði í gær um vaxandi vanda fjölmiðlunar, fækkun starfa í blaðamennsku og áhrifin sem hafa orðið af falli Fréttablaðsins. Sjá hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí