Sósíalistar fá þrjá borgarfulltrúa samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið, mælast þriðji stærsti flokkurinn í borginni með 13,1% á eftir Sjálfstæðisflokki (33,9%) og Samfylkingu (20,0%). Sósíalistar eru næst stærsti flokkurinn, stærri en Samfylkingin, hjá fólki undir 39 ára.
Ef þessi könnun yrði niðurstaða kosninga yrði borgarstjórn svona (innan sviga breyting frá kosningunum 2022):
Sjálfstæðisflokkur: 9 fulltrúar (+3)
Samfylkingin: 5 fulltrúar (-1)
Sósíalistar: 3 fulltrúar (+1)
Viðreisn: 2 fulltrúar (+1)
Píratar: 1 fulltrúi (-2)
Miðflokkur: 1 fulltrúi (+1)
Framsókn: 1 fulltrúi (-3)
Vg: 1 fulltrúi (óbreytt)
Flokkur fólksins: enginn fulltrúi (-1)
Þarna er hægri stjórn í kortunum: Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur.
Könnunin sýndi þessar niðurstöður í prósentum (innan sviga breyting frá kosningunum 2022):
Sjálfstæðisflokkur: 33,9% (+9,4 prósentur)
Samfylkingin: 20,0% (-0,3 prósentur)
Sósíalistar: 13,1% (+5,4 prósentur)
Viðreisn: 9,5% (+4,3 prósentur)
Píratar: 5,5% (-6,1 prósentur)
Miðflokkur: 5,1% (+2,6 prósentur)
Framsókn: 4,7% (-14,0 prósentur)
Vg: 4,6% (+0,6 prósentur)
Flokkur fólksins: 3,6% (-0,9 prósentur)