Jón Þórissin, arkitekt, sem áður var aðstoðarmaður Evu Joly í störfum hennar fyrir sérstakan saksóknara ræðir um málflutning þeirra sem eru aðalhlutverki harmleiks helstu spillingarmála landsins, útrásarvíkinganna og Samherja, í tengslum við njósnamálin sem nú eru til umræðu og ásakanir á hendur sérstökum saksóknara.
Hann gagnrýnir sérstakan saksóknara fyrir að halda niðurstöðum í Samherjamálinu frá almenningi en tekur ekki undir gagnrýni á hann í njósnamálinu og telur að þar sé hugsanlega á ferðinni klassískur viðsnúningur og afvegaleiðing umræðunnar í baráttunni um uppgjör hrunsins. Helstu gerendur í hruninu hafi jafnt og þétt orðið að fórnarlömbum í ríkjandi sögu og síðan að sigurvegurum. En almenningur muni sjá í gegnum þá söguskoðun og nú þegar heimsmyndin er að hrynja muni afhjúpast stærra samhengi spillingarinnar á Íslandi.
Jón Þórisson rifjaði upp störf sín og rannsóknir á íslenskum stjórnmálum eftir hrun í spjalli við Oddnýju Eir við Rauða borðið.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.