Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ræddi jarðhitanýtingar á fundi evrópskra orkumálaráðherra í Kaupmannahöfn um helgina. Hann sagðist hrifinn af stefnu Evrópusambandsins sem ynni að aðgerðaáætlun um jarðhita sem loftslagsvæna orkulind. Áréttaði ráðherrann mikilvægi þess að hafa augun á jarðhita við hönnun á nýju Evrópuregluverki um orkumál þróað.
Frá þessu segir á vef Stjórnarráðsins. Fjallaði ráðherra einnig um mikilvægi þess að knýja orkufrekan gagnaversiðnað á tímum gervigreindarbyltingar með endurnýjanlegri orku og líta ætti til landa eins og Íslands í því samhengi „[…]með gnótt stöðugrar grænnar orku, köldu loftslagi og vel menntuðu vinnuafli – ættu [íslendingar] að geta boðið upp á sérstaklega hagstæðar aðstæður fyrir slíka starfsemi. „Verkefnið er að sjá til þess að gervigreindardrifinn hagvöxtur haldist í hendur við útfösun jarðefnaeldsneytis. Þá þurfa gagnaverin að vera knúin grænni orku,“ sagði Jóhann Páll sem mærði áfram þekkingu landans og getu náttúrulegra orkugjafa til frekari orkuvinnslu sem hann telur að nýst geti undir nýsköpun og fjölbreyttan en orkufrekan iðnað heimsins.
Ráðherra nefndi sem dæmi að niðurdæling kolefna og þróun og rannsóknir á djúpbor eftir ofurheitum jarðhita væru spennandi kostir. Markmiðið væri að hver hola og hvert jarðhitasvæði myndi skila marföldu afli á við það sem nú er. Hann sagði að Íslendingar hefðu þegar stigið spennandi skref í þessum efnum auk þess sem að samstarf við aðrar Evrópuþjóðir hvað orkumál væru af hinu góða.