Leyfum fólki að vera eins og það er

Samfélagið 2. sep 2025

Óhætt er að segja að Internetið og þá ekki síst félagsmiðlar hafi logað af heift eftir meintan yfirgang Snorra Mássonar í Kastljósþætti Rúv í gærkvöld.

Snorri mætti fulltrúa Samtakanna 78 og notaði orðið „hugmyndafræði“ hvað eftir annað um fjölbreyttan veruleika mannfólks sem tekur stundum á sig myndir samkynhneigðar, trans eða annars.

Þáttastjórnun Rúv hefur verið gagnrýnd harðlega, enda hafi Snorri fengið að ræna mestöllum umræðutímanum. Mjög hafi hallað á talsmann Samtakanna 78, Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, er kom að jafnræði.

Meginástæða þess að Rúv kallaði þessi tvö til umræðu er sú skoðun Snorra, þingmanns Miðflokksins, að kynin séu aðeins tvö. Hefur hann gert lítið úr réttindabaráttu hópa, sem lýst hafa hvernig illska og fáfræði hefur skaðað þau, samanber viðtal Samstöðvarinnar við Örnu Magneu Danks.

Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur er meðal þeirra sem hafa tjáð sig. Á facebook viðurkennir Eiríkur, sjötugur að aldri, að í fyrndinni hafi hans eins og flestir nánast verið með fordóma gagnvart samkynhneigð en með upplýsingu og kynnum við frábært fólk hafi skoðun hans gjörbreyst, víðsýni og umburðarlyndi aukist.

„Þess vegna finnst mér ömurlegt, og í raun þyngra en tárum taki, að heyra unga menn í forréttindahópi halda því fram að raunveruleiki fólks sé bara hugmyndafræði. Því fylgja ómældir erfiðleikar af ýmsu tagi að koma út sem trans og fáránlegt að halda – eða halda því fram – að fólk geri það að gamni sínu, bara si svona. Þótt ég þekki ekki margt trans fólk þekki ég ýmsa sem eiga trans börn á ýmsum aldri og veit að þau eru skelfingu lostin yfir þróuninni og hafa miklar áhyggjur af framtíð barna sinna. Reynum bara að vera almennilegar manneskjur og leyfa fólki að vera eins og það er,“ segir Eiríkur, einn fjölmargra Íslendinga sem harma og fordæma málflutning Snorra Mássonar. Í þeim hópi eru aðrir þingmenn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí