Átti ekki von á að Reykjavíkurborg hoppaði á vagninn

Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, skrifaði:

„Sama dag og Varða birtir afgerandi niðurstöður rannsóknar á Kópavogsmódelinu í leikskólamálum stígur Reykjavíkurborg fram og kynnir hugmyndir sem eru ekkert annað en útvötnun á sama módeli.

Auðvitað mátti alveg ætla að ef eitt sveitarfélag kæmist upp með að takast á við vanda leikskólanna með því að varpa byrðunum yfir á vinnandi foreldra myndu önnur fylgja í kjölfarið. En að Reykjavíkurborg hoppaði á vagninn, einhvern veginn átti ég ekki von á því.

Við í VR, stærsta stéttarfélagi Íslands og stærsta stéttarfélagi vinnandi foreldra á Íslandi, höfum ítrekað gagnrýnt þau sveitarfélög sem hafa ákveðið að farsælast sé að láta vinnandi foreldra taka skellinn. Ekki eingöngu er það afleit hugmynd heldur gengur hún beinlínis gegn anda gildandi kjarasamninga, þar sem ekki átti að leggja auknar álögur á launafólk. Nú er hafið samráð um vondar tillögur og vonandi verður það nýtt til að hlusta.

Ég veit að sveitarfélögunum er þröngur stakkur sniðinn og ég hef samúð með því að eitthvað þurfi að aðhafast. En þetta er vond lausn og hún verður ekki betri með nýrri útfærslu.“

Grein Höllu birtist fyrst á Facebook.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí