Seðlabankastjóri hatist við fólk og sjálfuæði pólitíkusa

Sólveig Anna Jónsdóttir hjá Eflingu talar enga tæpitungu er kemur að leigumarkaði og stefnu Ásgeirs seðlabankastjóra.

Í færslu á facebook segist hún hafa svarað bréfi frá manneskju sem sé á „gróðavæddum húsnæðismarkaði valdastéttarinnar, þar sem að verkafólk er neytt til að borga fúlgur fjár í hverjum mánuði til þriðja aðila, bara til þess að tryggja sér þak yfir höfuðið.“

„Þessi manneskja hefur með harðfylgi og vinnusemi náð að safna peningum en vegna þess að seðlabankastjóri virðist hatast við fólk úr stétt vinnuaflsins og íslenskt stjórnmálafólk virðist aðeins vera í vinnu hjá sjálfu sér við að dunda sér við sjálfu-tökur og smá greinarskrif, er ekki möguleiki fyrir fjölskylduna að eignast eigið húsnæði. Því heldur húsnæðis-arðránið áfram, og þau eru látin strita til að gera þá ríku enn ríkari.“

Með skotinu á seðlabankastjóra er Sólveig Anna væntanlega að vísa hve erfitt er að komast í gegnum greiðslumat fyrir nýja húsnæðiskaupendur.

Sólveig Anna segist fá fjölmörg skilaboð, frá aðfluttu fólki og innlendu.

„Fólkinu sem með vinnu sinni skapar verðmæti þjóðarbúsins og heldur jafnframt umönnunarkerfum samfélagsins gangandi, en þarf að þola algjört og ískalt skeytingarleysi stjórnmálafólks, sem lofar öllu fögru í aðdraganda kosninga en hefur svo aldrei dug til að standa við nokkurn skapaðan hlut. Meira ömurðar ástandið sem að hér hefur skapast þar sem að stjórnmálin eru ekki neitt meira en framapot fólks sem þráir vegtyllur og elskar að vera með góð laun, eða tækifæri til að stjórna opinberum fjármálum með hagsmuni auðvaldsins í fyrirrúmi svo að þau geri sýnt stjórunum hvað þau eru klár að reikna og búa til exelskjöl.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí