Sara Stef Hildar á Facebook:
„Endurspeglar Alþingi samfélagsgerðina?“ spurði Sanna á móti þegar Bylgjan spurði hvers vegna ójöfnuður á húsnæðismarkaði væri eins mikill og raun ber vitni.
Auðvitað ekki. Er annars einhver leigjandi á Alþingi?
En leigusalar? Og er Inga Sæland ekki alveg jarðtengd þegar hún hafnar því að ein afleiðing „húsnæðispakka“ ríkisstjórnarinnar sé hærri húsaleiga? Auðvitað munu leigusalar láta leigjendur borga. Af hverju myndu fjármagnseigendur taka á sig kostnað fyrir lækkun skattaafsláttar á leigutekjur þegar þeir geta komist hjá því? Þessari lækkun skattaafsláttar verður velt á leigjendur með hækkun á leiguverði og þar með versnar afkomuöryggi almennings á leigumarkaði enn frekar. Lífsgæði leigjenda halda þannig áfram að versna – með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið allt.
Húsaskjól er frumforsenda velferðar í samfélögum og viljum við ekki vera raunverulegt velferðarsamfélag?
Það verður að finna leiðir til að fara í raunverulegar aðgerðir fyrir allan almenning. Það verður að setja leigusölum skorður eins og í löndum í kringum okkur og uppbygging félagslegs húsnæðis sveitarfélaganna í samstarfi við verkalýðshreyfinguna verður að vera forgangsmál.