Endurspeglar Alþingi samfélagsgerðina?“

Sara Stef Hildar á Facebook:

„Endurspeglar Alþingi samfélagsgerðina?“ spurði Sanna á móti þegar Bylgjan spurði hvers vegna ójöfnuður á húsnæðismarkaði væri eins mikill og raun ber vitni.

Auðvitað ekki. Er annars einhver leigjandi á Alþingi?

En leigusalar? Og er Inga Sæland ekki alveg jarðtengd þegar hún hafnar því að ein afleiðing „húsnæðispakka“ ríkisstjórnarinnar sé hærri húsaleiga? Auðvitað munu leigusalar láta leigjendur borga. Af hverju myndu fjármagnseigendur taka á sig kostnað fyrir lækkun skattaafsláttar á leigutekjur þegar þeir geta komist hjá því? Þessari lækkun skattaafsláttar verður velt á leigjendur með hækkun á leiguverði og þar með versnar afkomuöryggi almennings á leigumarkaði enn frekar. Lífsgæði leigjenda halda þannig áfram að versna – með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið allt.

Húsaskjól er frumforsenda velferðar í samfélögum og viljum við ekki vera raunverulegt velferðarsamfélag?

Það verður að finna leiðir til að fara í raunverulegar aðgerðir fyrir allan almenning. Það verður að setja leigusölum skorður eins og í löndum í kringum okkur og uppbygging félagslegs húsnæðis sveitarfélaganna í samstarfi við verkalýðshreyfinguna verður að vera forgangsmál.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí