Hrópandi pólitísk slagsíða hjá RÚV

Snorri Másson sagði á Alþingi:

„Ég hef nú verið með hagræðingartillögur hérna í þinginu. Það mætti ganga mun lengra. Það er ýmis tímaskekkja þarna sem er engin þörf á og er enginn markaðsbrestur með. En menn vilja það ekki. Menn vilja halda í það sem þeir kalla sterkt almannaútvarp þegar þeir eru að reka áróður um sig en er auðvitað ríkisútvarp. Það er ríkisvaldið sem er að stunda þarna langumfangsmestu fjölmiðlunarstarfsemi á landinu. Menn vilja halda í það og þá er það gott og vel. En menn verða þá að fallast á að það er einfaldlega vilji þeirra að hafa stóran fjölmiðil undir stjórn ríkisvaldsins og á þessum síðustu og verstu tímum hafa þeir líka gengist við því að þeim finnst í sjálfu sér ekkert athugavert við það að það sé veruleg, auðsjáanleg og í raun og veru hrópandi pólitísk slagsíða í miklum hluta starfseminnar hjá Ríkisútvarpinu. Menn bara gangast við því, synda í því eins og fiskar í vatni í Samfylkingunni, fallast bara á þetta. Þetta þjónar þeim og þeim finnst þetta bara gjörsamlega eðlilegt.“

Ræðan öll.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí