Snorri Másson sagði á Alþingi:
„Ég hef nú verið með hagræðingartillögur hérna í þinginu. Það mætti ganga mun lengra. Það er ýmis tímaskekkja þarna sem er engin þörf á og er enginn markaðsbrestur með. En menn vilja það ekki. Menn vilja halda í það sem þeir kalla sterkt almannaútvarp þegar þeir eru að reka áróður um sig en er auðvitað ríkisútvarp. Það er ríkisvaldið sem er að stunda þarna langumfangsmestu fjölmiðlunarstarfsemi á landinu. Menn vilja halda í það og þá er það gott og vel. En menn verða þá að fallast á að það er einfaldlega vilji þeirra að hafa stóran fjölmiðil undir stjórn ríkisvaldsins og á þessum síðustu og verstu tímum hafa þeir líka gengist við því að þeim finnst í sjálfu sér ekkert athugavert við það að það sé veruleg, auðsjáanleg og í raun og veru hrópandi pólitísk slagsíða í miklum hluta starfseminnar hjá Ríkisútvarpinu. Menn bara gangast við því, synda í því eins og fiskar í vatni í Samfylkingunni, fallast bara á þetta. Þetta þjónar þeim og þeim finnst þetta bara gjörsamlega eðlilegt.“