„Menn eru núna að mínum dómi allt of kærulausir að vera að skipuleggja íbúðabyggð hér austan við þorpið,“ segir Þórir Kjartansson íbúi í Vík í Mýrdal.
Þórir er flestum hnútum kunnugur hvað varðar sögu Kötluhamfara og var í viðtali við Samstöðina í gær. Hann lýsti áhyggjum af andvaraleysi í samtímanum gagnvart byggðaáformum sem og ferðamönnum á svæðinu ef eldgos hefst í Kötlu.
Algjörlega er öruggt að áhrifa Kötlugoss hafi gætt á því svæði sem nú er verið að skipuleggja sem íbúðabyggð. Það sem hafi einu sinni gerst, geti gerst aftur, segir Þórir. Hann nefnir sögu snjóflóða í þessu samhengi.
„Ég er ekki sáttur við þessi áform sveitarstjórnar að skipuleggja hér Ibúabyggð á sandinum austur af þorpinu,“ segir Þórir.
Skömminni skárra sé að skipuleggja atvinnuhúsnæði en íbúahúsnæði.
Þessi hlutur viðtalsins sem vitnað er til hefst á mínútu 27.55.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.