Stríðshrjáðum konum mæti nýtt helvíti á Íslandi

Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, Linda Dröfn Gunnarsdóttir, segir að erlendar konur sem leiti til Kvennaathvarfsins fái oft rangar upplýsingar um rétt sinn af hálfu íslenskra ofbeldismanna þegar þær reyni að losna undan þeim. Ofbeldismenn beiti heilaþvotti, einangri konurnar, misnoti rafræn skilríki þeirra, elti þær með búnaði og reyni að hafa upp á þeim.

Einnig sé til það sem Linda kallar „stofnanaofbeldi“ þegar konur stíga út úr ofbeldi í nánu sambandi og leita til Kvennaathvarfsins. Frí lögfræðiaðstoð sem áður var boðið upp á sé ekki lengur í boði. Hjá sýslumanni sé ekki boðið upp á túlkaþjónustu og fleira mætti nefna.

„Ofan á þetta allt hefur bæst þessi harka gagnvart fólki af erlendum uppruna,“ segir Linda, en vaxandi útlendingaandúð var kveikja viðtalsins við Björn Þorláks við Rauða borðið á Samstöðinni í gærkvöld.

Mörg dæmi eru um að úkraínskar konur hafi komið hingað einar til lands í töluverðum mæli eftir innrás Rússa og vilja öðlast sjálfstæði sem fyrst. Þær komi sér út á vinnumarkað og óski þess einskis fremur en að lifa venjulegu lífi. En sumar þeirra hafi verið misnotaðar af hálfu íslenskra karla er kemur að nánum samböndum.

Linda segir að sumar sögur úkraínsku kvenna endi ekki vel þegat konur sem flýja stríðsátök leita skjóls hér á land. Hún játar þeirri spurningu dagskrárgerðarmanns hvort stundum mæti erlendum konum í vanda nýtt helvíti hér á landi.

Sjá hér: https://youtu.be/_wgOBHj8wV0?si=kPjoB9eu8sHrPnEY

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí