Hildur segir Sjálfstæðisflokkinn vera stærsta flokk landsins

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, skrifaði:

„Nú er dauðafæri!

Ég hlakka til að leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í borginni í vor. Við höfum ítrekað mælst langstærsti flokkurinn í borgarstjórn, skynjum mikinn meðbyr og ljóst að borgarbúar kalla eftir breytingum.

Framundan eru spennandi mánuðir og mikilvægar kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins og sækir styrk sinn ekki síst á sveitarstjórnarstigið. Við erum á mikilli siglingu um land allt og erum full tilhlökkunar að taka samtalið við kjósendur um þeirra nærumhverfi og daglega líf.

Brýnustu verkefnin í Reykjavík eru hagræðing í rekstri borgarinnar, að draga úr umferðartöfum, stórauka lóðaframboð og lækka skatta. Huga betur að barnafólki, leysa leikskólavandann og hefja stórsókn í skólamálum. Við þurfum að koma höfuðborginni aftur í forystu.

Við sjálfstæðismenn göngum sameinuð til kosninga og munum stilla upp sigurstranglegum lista í borginni.

Ég er klár í verkefnið og hlakka til að vinna með ykkur öllum að sigri í vor.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí