Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist telja að íslenskt atvinnulíf sé að jafnaði borið uppi af dugnaði og heiðarleika. Hún telur svik í íslensku atvinnulífi ekki vandamál.
Þetta kom fram í beinni útsendingu á Samstöðinni í gærkvöld en Guðrún fór þá ítarlega yfir breytta stefnu í útlendingamálum innan ríkisstjórnarinnar sem og mörg fleiri mál.
Þótt grunur leiki á mansali, skattsvikum, samráði og brotum á réttindum launafólks í atvinnulífinu, segist dómsmálaráðherra telja að langflest fyrirtæki hafi sitt á þurru og komi vel fram við erlent starfsfólk. Lögregla gerði mikla rassíu vegna þeirra mála síðast í gær.
Hraður vöxtur ferðaþjónustu og vaxtaverkir sem fylgt hafa miklum fjölda erlends vinnuafls sem ber greinina uppi í viðtalinu. Tekist hefur verið á um innviðaálag og meðferð á starfsfólki. Þegar ráðherra hældi íslensku atvinnulífi var spurt hvort hrós hennar ætti líka við stórfyrirtæki eins og Samskip og Eimskip sem höfðu með sér ólöglegt samráð sem kostaði íslenska neytendur og ríkið 62 milljarða króna. Sjá svör ráðherra hér:
Rauða borðið 5. mars – Guðrún Hafsteinsdóttir (youtube.com)
Allt viðtal er hægt að nálgast hér: